Þegar velja skal góðan hund
Þegar fólk ákveður að fá sér hund þá er gott að átta sig á nokkrum atriðum. Það er mikil vinna að
vera með hund og að hugsa um hann, en er sannarlega þess virði. Hundur er langtímaskuldbinding sem verður partur af fjölskyldunni svo lengi sem hundurinn lifir. Hundar eru ekki tækifærisgjafir og hafa þarf í huga, að þú sem hundaeigandi, berð ábyrgð á velferð hundsins.
Vanda þarf valið á hundi. Gott er að gefa sér góðan tíma og finna út hvað hentar fyrir þig eða ykkur sem hundaeigendur. Hundar eru jafn misjafnir eins og þeir eru margir, sumir eru orkuboltar aðrir eru meiri sófakartöflur og svo er allt þar á milli. Best er að finna hund sem passa við þann
lífsstíl sem er á heimilinu.
Höfuðborgarsvæðið
Hvaða tegund ?
Ýmsar tegundir geta hentað betur fyrir ákveðin lífsstíl. Gott er að hafa í huga hvernig þú sem hundaeigandi sérð fyrir þér hvernig þú ætlar að haga sambýlinu við hundinn þinn.
Á hundurinn að vera með á veiðum? Ertu að hugsa um fara með hundinn í langar göngur eða hafðir þú hugsað þér að vera meira heima við og finna hund sem þarf ekki mikla hreifingu?.
Gott er að vega og meta tegund út frá þeim lífstíl sem þú býður upp á fyrir hundinn.
Tík eða rakki ?
Tíkur eru venjulega minni heldur en rakkar. Tíkur fara á lóðarí að meðaltali tvisvar á ári. Rakkar eru á fengitímabili frá því að þeir verða kynþroska. Bæði kyn eru mjög skemmtileg og hafa misjafnar þarfi.
Hvort sem tík eða rakki verður fyrir valinu þá er bara um að gera að fræðast um bæði tegundina sem þú ert með og hvað þarf að hafa í huga með hvort kynið sem þú hefur valið.

Suðurland
Hagalíns ræktun
Eyrarbakki
Að Hagalíns ræktun stendur öll fjölskyldan að Háeyrarvöllum 52 á einn eða annan hátt. Í fjölskyldunni eru ég (Unnur), Elli maðurinn minn og synir okkar þrír fæddir ´94,´98 og ´08. Mest öll umhirða hundanna er á minni ábyrgð enda eru hundarnir aðallega mitt áhugamál. Að sjálfsögðu koma svo hinir fjölskyldu meðlimirnir að umhirðu hundanna þar eð þeir eru jú gæludýr okkar allra.
Heljuheims ræktun
Hveragerði
Heljuheims kennel is located in Hveragerdi, Iceland. We are a small "kennel" of only 2 Giants and 1 other dogs. Our Dogs are family members, first and foremost, everything else is a plus for us.Our aim is to breed healthy dogs. Sound in mind and body. On this page you will find information about our dogs, latest news, upcoming litters and the breed in general. Feel free to look around and drop in again.
Sperðill
Vestur-Landeyjum
Að Sperðli í Vestur-Landeyjum búa Inga Björk Gunnarsdóttir og Þröstur Ólafsson. Börnin þeirra fjögur, Ólöf Karitas, Rakel Ósk, Aron Örn og Mikael Andri, deila áhuga þeirra á hundum og hestum. Dæturnar voru duglegar að taka þátt í keppni ungra sýnenda og eru þær enn að sýna hunda, bæði úr Bjarkeyjar- ræktun og fyrir aðra.
Vesturland
Gunnarholts Schafer
Akranes
Við höfum átt og ræktað schäfer í alls 25. ár Höfum haft það sem markmið að rækta fallega, vinnuglaða og heilbrigða hunda Þýskan schäfer (GSD) og Hvíta(Swiss) Schäfer (BBS) En fyrst og fremst sem fullkomnir fjölskyldumeðlimir. Hundarnir okkar eru allir skráðir í FCI (Hrfi)
Norðurland
Suðurnes
Óstaðsett
Augnaryndis
Ekki skráð
Enskir Cocker Spaniel hundar teljast til vinsælustu hundakynja heimsins.
Þeir tilheyra fælandi og sækjandi fuglahundum og eru með einstakt þefskyn. Hann er síglaður, taugasterkur, tilbúinn að vinna, leika og falla inn í lífsmunstur eiganda síns, sem gerir hann að einum vinsælasta heimilishundinum.