GÆLUDÝRAPASSI - FYRIR ÍSLENSK GÆLUDÝR
- Hundaheimar
- Nov 15, 2017
- 1 min read

Hildur Þorsteinsdóttir stendur að undirskriftarsöfnun fyrir íslensk gæludýr.
"Í dag er því þannig háttað, að einstaklingur getur farið af landi brott með dýrið sitt en við komuna til baka krefst það einangrunar dýranna með tilheyrandi kostnaði.
Hundaræktarfélag Íslands hefur í umögn um fyrrnefnt frumvarp fært góð rök fyrir því að núverandi fyrirkomulag er úrelt, óþarfi og til þess eins fallið að valda erfiðleikum fyrir dýr og menn.
Íslendingar eru mikið á faraldsfæti vegna vinnu, náms og frístunda og vilja taka alla fjölskyldumeðlimi með sér hvert, sem förinni er heitið án þess, að ferðafrelsi þeirra sé skert með núverandi reglum um sóttkví og einangrun gæludýra við komuna til landsins.".
Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þessa frumvarps.
Comments