top of page

Drónaganga eða eitthvað svoleiðis

  • Writer: Hundaheimar
    Hundaheimar
  • Mar 23, 2020
  • 1 min read

Myndband hefur farið eins og eldur um sinu nú nýlega sem sýnir dróna í göngutúr með hund. Í þessu ástandi sem heimurinn er í núna tekur fólk upp á ýmsu til að hafa ofan af fyrir sjálfum sér og hundunum sínum. Í þessu tilfelli ákvað einn einstaklingur að það væri sniðugt að fara með hundinn í göngu með drónanum sínum. Spurning hvort sá sem tók myndband af þessu hefði nú ekki bara getað tekið hundinn í göngu sjálfur.

Það er nú kannski gott að taka það fram að hundurinn á myndbandinu virðist lítið kippa sér upp við þetta uppátæki en það er alls ekki sjálfgefið að hundum finnist þetta bara í lagi. Við mælum með hefbundinni göngu með hundinn í stað þess að notast við svona aðferðir. Góð ganga með hundinum sínum er bæði holl og góð fyrir dýr og mannfólk.

Að notast við dróna fyrir göngutúra eða annað með dýrin getur verið mjög varasamt. Ekkert okkar vill lenda í atviki eins og í myndbandinu hér fyrir neðan.


Comments


Um okkur

Hundaheimar.is var stofnað í þeim tilgangi að.....

Fréttir

Lumar þú á frétt sem þig langar til að láta vita af?

Greinar

Langar þig til að skrifa greinar inn á hundaheimum.is?

Auglýsingar

Hefur þú áhuga á að auglýsa hjá okkur ?

© 2019 hundaheimar.is. Allur réttur áskilinn

bottom of page