top of page

Að kenna hundi að finna pening

  • Hundaheimar
  • Oct 21, 2019
  • 2 min read

Væri ekki gott ef hundarnir okkar gætu fundið pening fyrir eigendur sína. Það er nefnilega hægt að kenna hundum að þefa upp því sem næst hvað sem er. Svo lengi sem þú hefur þolinmæðina sem þarf til að kenna hundinum þínum. Flestir hundar hafa afbragðs lyktarskyn og eru þeir því notaðir til vinnu við ýmis störf þar sem þeir nýtast sem best. En hvernig fer maður að því að kenna hundi að þefa upp pening? Það er í raun frekar einfalt. Fyrsta sem þú þarft að kenna hundinum þínum er að þekkja lykt af pening og þá helst úr pappír, það er nefnilega blekið í seðlunum sem hefur einkennandi lykt. Síðan þarf að kenna hundinum að finna lyktina af seðlunum í hvaða kringumstæðum sem er.

Hver veit nema að hundurinn þinn endi svo með að þefi upp lykt af seðlum í hvert skipti sem þið farið í göngutúr. Það er hægt að kenna hundum á öllum aldri að þefa upp pening. Hafa ber þó í huga að þetta er þolinmæðisvinna og getur tekið mis langan tíma fyrir hunda að læra á lyktina og að leita hana uppi.

Þarf að vera með eitthvað?

  • Peningur - Þú þarft að vera með nokkra samskonar seðla til að kenna hundinum á lyktina.

  • Nammi - Í þessu tilfelli þá myndum við nota nammi sem umbun.

  • Næði - Til að byrja með þarf að vera á stað með sem minnst af áreiti.

  • Þolinmæði - Það mun taka dágóðan tíma að kenna hundinum þínum þetta þannig að mikið af þolinmæði er það sem við þurfum.

Það eru ýmsar leiðir til að kenna hundum að þefa upp pening en í þessu dæmi ætlum við að notast við nammi umbun.

Skref 1 - Þekkja lykt.

Notaðu smá búnt af seðlum og haltu fyrir framan nef hundsins.

Skref 2 - Hvatning

Þegar hundurin þefar í átt að seðlunum og færir sig í átt að þeim láttu þá hundinn vita að hann er að gera rétt með hrósi og nammi umbun.

Skref 3 - Finna

Settu peninginn á gólfið svona um hálfan meter frá hundinum og gefðu honum skipun

Um að finna. Ef hunurinn fer að peningnum þá umbunum við honum með nammi.

Skref 4 - Gerðu þetta erfiðara

Í þessu skrefi skulum við fela peninginn í sama rými og hundurinn er og hvetja hann til að finna peninginn.

Skref 5 - Og ennþá erfiðara

Þegar hundurinn er orðinn góður í að finna peninginn í sama rými og hann þá skulum við gera þetta erfiðara og fela seðlana í öðru rými.

Skref 6 - Utandyra

Feldu peninginn utandyra en ekki gera það of erfitt fyrir hundinn til að byrja með. Byrjaðu með því að hafa það auðvelt fyrst og svo að notast við erfiðari felustaði fyrir hundinn. Mundu svo tvennt. Umbunaðu hundinn í hvert skipti sem hann finnur peninginn og ekki gleyma hvar þú felur peninginn ef hundurinn skyldu nú ekki finna hann.

ATH. þessi grein er eingöngu ætluð til fróðleiks og skemmtunar.


留言


Um okkur

Hundaheimar.is var stofnað í þeim tilgangi að.....

Fréttir

Lumar þú á frétt sem þig langar til að láta vita af?

Greinar

Langar þig til að skrifa greinar inn á hundaheimum.is?

Auglýsingar

Hefur þú áhuga á að auglýsa hjá okkur ?

© 2019 hundaheimar.is. Allur réttur áskilinn

bottom of page