top of page

Með hár eins og rokkstjarna

  • Hundaheimar
  • Feb 20, 2020
  • 1 min read

Samkvæmt Rebeccu Munday fær hún og hundurinn hennar Finley mikla athygli þar sem þau búa í bænum Gloucester suð-vestur af Englandi. Þökk sé hennar 3 ára springer spaniel hundi.

“Fólk er alltaf að hrósa hárinu hans og segir að hann líti út eins og rokkstjarna. Finley elskar athyglina sem hann fær frá fólki” segir Rebecca.

Hárið byrjaði að vaxa eins og svona pönk rokk móhíkana greiðsla, þegar hann var aðeins 6 mánaða gamall. Ekki leið á löngu þar til hárið var farið að vaxa þannig að Finley var borinn saman frægar rokk stjörnur eins og John Lennon eða Brian May, að sögn Rebeccu.

“Ég klipti alltaf hárið á honum þegar hann var yngri en áttaði mig fljótt á því að hárið á honum er það sem gerir hann sérstakann”

Í dag er Finlay, hundurinn með flotta hárið, kominn með yfir 12.000 fylgjendur á Instagram. Þessi frægð hefur komið honum á samninga við ýmsa framleiðendur sem styrkja hann með dóti, ólum, beddum og öðrum vörum. Rebecca sem vinnur hjá dýraathvarfi gefur það sem Finley fær frá styrktaraðilum til athvarfsins þannig að fleiri hundar njóta góðs af frægt Finley.

Nánar um Finley hér.


 
 
 

Comments


Um okkur

Hundaheimar.is var stofnað í þeim tilgangi að.....

Fréttir

Lumar þú á frétt sem þig langar til að láta vita af?

Greinar

Langar þig til að skrifa greinar inn á hundaheimum.is?

Auglýsingar

Hefur þú áhuga á að auglýsa hjá okkur ?

© 2019 hundaheimar.is. Allur réttur áskilinn

bottom of page