Tognaði á rófuni af spenningi
- Hundaheimar
- Mar 22, 2020
- 1 min read

Á þessum skrítnu tímum þar sem mörg okkar eigum erfitt með að hanga heima og vinna þá finnst sumum það alveg æðislegt.
Gæludýrin okkar fá allt í einu miklu meiri athyggli heldur en þau eru kannski vön og þeim finnst bara ekkert að því þegar við fókið vinnum heima. Einn hundur í Bretlandi var kannski aðeins of spenntur við þessar breytingar. Rolo sem er 7 ára langhundur tókst að togna á rófunni þar sem hann dillaði henni af svo miklum æsing þegar eigandi hans tóku það ráð að vinna heima fyrir.
Emma, sem er 21 árs, er eigandi Rolo. “ við erum vön því að vera farin úr húsi svona um níu leytið á morgnana og svo aftur um fimm leytið, síðan fær hann að fara út í svona hálftíma um hádegið til að gera þarfir sínar”. Nú þegar öll fjölskyldan er farin að vinna heima, bæði mamma, pabbi, og systir þá getum við gert þetta.

Þegar við erum heima þá vill Rolo stanslaust leika og dillar rófunni. Fyrir nokkrum dögum þá tókum við eftir því að rófan var komin undir fæturnar og kviðinn. Var alveg kjur og hún dillaðist ekki neitt, ekki einu sinni þegar við vorum að leika við hann.
Þegar þau tóku eftir þessu þá var farið með Rolo strax til dýralæknis sem tjáði þeim að hann hefði tognað á rófunni. Hann hefur verið svo spenntur að geta eytt svona miklum tíma með fjölskyldunni að leika og fá eins mikla athyggli og hann vildi að rófan þoldi ekki álagið.
Comments