Geta gæludýr smitast af Covid-19
- Hundaheimar
- Mar 19, 2020
- 1 min read

Geta húsdýr eða gæludýr smitast af Covid-19 og geta þau orðið veik?
Ekki er vitað til þess að húsdýr eða gæludýr veikist af Covid-19 en Matvælastofnun fylgist með þekkingarþróun á þessu sviði.
Ætti fólk sýkt af Covid-19 að forðast snertingu við dýr?
Það hefur ekki verið staðfest að menn geti smitað dýr. Þetta er nýr sjúkdómur og því er hann og smitleiðir hans ekki fullrannsakaðar en nýjar upplýsingar berast stöðugt. Það er engin ástæða fyrir þig að vera ekki með gæludýrinu þínu, þau geta veitt mikilvægan andlegan stuðning við erfiðar aðstæður. Að þvo hendur eftir snertingu við dýr er góð venja og almennt ætti að forðast að hundar sleiki fólk í andlitið. Ef þú ert í sóttkví geturðu farið út með hundinn þinn að því gefnu að leiðbeiningum varðandi sóttkví í heimahúsi sé fylgt.
Comments