top of page

Hreyfiþörf hunda

  • Heiðrún Villa
  • Jan 11, 2020
  • 1 min read

Að hundurinn hreyfi sig skiptir öllu máli vegna þess að það hjálpar honum að halda eðlilegri andlegri líðan og kemur í veg fyrir að mörg hegðunarvandamál myndist. Hundur þarf að fá hreyfingu og útrás, sama af hvaða stærð og gerð hann er. Af öllum for múl um til að gera hund ánægðan og auðveldan í þjálfun er þessi þáttur einn sá mikilvægasti og má alls ekki sleppa. Hundur sem er lokaður innan veggja hússins allan daginn verður pirraður og getur ekki verið ánægður.

Það sem meira er að það er í frumeðli hundsins að ganga. Úlfar og villihundar ganga oft marga tíma á dag úti í náttúrunni. Hundar sem fá ekki þá hreyfingu sem þeir þurfa skapa í staðinn allskyns vandamál til að losna við þá orku sem hefur safnast upp innra með þeim. Hundar geta fundið upp hvað sem er til að losna við orkuna og þar með talin mörg hegðunarvandamál.

Fyrsta skrefið að því að laga vandamál og bæta sambandið ykkar á milli er að losa hundinn við alla aukaorku sem hefur safnast upp og halda honum þannig.

Mikill misskilningur er að það sé nóg að eiga stóran garð og hundurinn geti losað sig við orkuna þar. En þó að hann geri það kannski að einhverju leyti er það nærri því ekki nóg til að uppfylla daglega þörf hans fyrir hreyfingu og fyllir ekki þá eðlislægu löngun að ganga með leiðtoganum til að styrkja sambandið þar á milli, kanna umhverfið og upplifa eitthvað nýtt í leiðinni.

Heimild: Leyndarmál hundaþjálfunar eftir Heiðrúnu Villu


תגובות


Um okkur

Hundaheimar.is var stofnað í þeim tilgangi að.....

Fréttir

Lumar þú á frétt sem þig langar til að láta vita af?

Greinar

Langar þig til að skrifa greinar inn á hundaheimum.is?

Auglýsingar

Hefur þú áhuga á að auglýsa hjá okkur ?

© 2019 hundaheimar.is. Allur réttur áskilinn

bottom of page