Hundasýning HRFÍ
- Hundaheimar
- Nov 17, 2017
- 1 min read
Winter Wonderland sýning HRFÍ verður haldin helgina 24.-26. nóvember í reiðhöll Fáks í Víðidal. Glæsileg skráning er á sýninguna en samtals 831 hundur mætir í dóm yfir helgina.

Föstudagskvöldið 24. nóvember verður hvolpasýning Royal Canin sem hefst kl. 18.00, en þar keppa 161 hvolpur um titilinn “Besti hvolpur sýningar” í tveimur aldurs flokkum, 3-6 mánaða og 6-9 mánaða. Á sama tíma fer fram keppni ungra sýnenda þar sem 28 ungmenni eru skráð til leiks. Alþjóðleg sýning fer svo fram á laugardag og sunnudag þar sem samtals 670 hundar mæta í dóm. Dómar munu hefjast kl. 9.00 báða daga og verður dæmt í fimm hringjum. Dómarar sýningar eru Frank Kane (Bretland), Gerard Jipping (Holland), Marija Kavcic (Slóvenía), Marie Thorpe (Írland) og Nils Molin (Svíþjóð).
Gestum og gangandi er velkomið að koma og sjá sýninguna og ekki er úr vegi en að láta sjá sig og njóta þess að sjá alla fallegu og fimu hundana sýna sig. Góð fjölskylduskemmtun sem allir í fjölskyldnni geta haft gaman af.
Comments