Fallegt frumhvæði hjá íslenskum dýralæknanemum
- Hundaheimar

- Dec 3, 2017
- 1 min read
Dýralæknaneminn Kristín Rut Stefánsdóttir safnaði 343 þúsund krónum til að kaupa mat fyrir heimilislausa hunda sem hafast við í hundaskýlum í Slóvakíu. „Þetta er miklu meira en ég bjóst við. Ég hélt ég myndi kannski ná að safna 30 þúsund krónum,“ segir Kristín Rut ánægð.

Hugmyndin að söfnuninni kviknaði þegar hún heimsótti hundaskýli í námi sínu og sá hversu bágborin aðstaðan er. Til að mynda fá þau ekki styrk frá ríkinu til að kaupa m.a. mat og yfirleitt eru mun fleiri hundar en pláss er fyrir í skýlunum.
Nánar um fréttina á mbl.is





























Comments