Hnerrpest hrjáir hunda og ketti, MAST vill fá sýni
- Hundaheimar
- Dec 3, 2017
- 1 min read

Matvælastofnun hefur mikinn áhuga á að áfram reyna að finna mögulegar ástæður þeirrar hnerrapestar sem virðist hafa stungið niður kollinum hjá hundum hér á landi, en rannsóknir hingað til hafa ekki getað leitt í ljós smitorsökina. Stofnunin óskar eftir fleiri sýnum til rannsókna sem væru tekin í bráðafasa einkenna. Ef hundaeigendur verða varir við mikinn hnerra eða önnur einkenni frá efri öndunarvegi hjá hundum sínum, endilega hafið samband við Matvælastofnun sem fyrst (þ.e. á fyrsta eða öðrum degi einkenna). Skoðun hjá dýralækni og sýnataka er eiganda að kostnaðarlausu, hvort sem er á Akureyri eða á höfuðborgarsvæðinu.
Viðtal við fulltrúa MAST má hlusta á hér
Comments