top of page

Tveir hundar teknir úr vörslu eigenda

  • Hundaheimar
  • Feb 3, 2018
  • 1 min read

Matvælastofnun framkvæmdi tvær vörslusviptingar á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Gripið var til tafarlausrar vörslusviptingar á hvolpi við eftirlit stofnunarinnar vegna alvarlegrar vanhirðu og vanfóðrunar.

Í lögum um velferð dýra segir: „Telji Matvælastofnun að úrbætur þoli enga bið getur stofnunin tekið dýr úr vörslu umráðamanns eða aflífað dýr sem hafa orðið fyrir varanlegum skaða sökum vanfóðrunar, harðýðgi, slysa eða slæms aðbúnaðar.“ Hvolpurinn var færður í hendur dýralækna til aðhlynningar en óljóst er á þessu stigi hvort hann nái sér á strik.

Hundunum hefur verið komið fyrir á fósturheimilum til bráðabirgða með aðstoð Dýrahjálpar. Matvælastofnun þakkar Dýrahjálp fyrir aðkomu sína að málinu.


 
 
 

Comments


Um okkur

Hundaheimar.is var stofnað í þeim tilgangi að.....

Fréttir

Lumar þú á frétt sem þig langar til að láta vita af?

Greinar

Langar þig til að skrifa greinar inn á hundaheimum.is?

Auglýsingar

Hefur þú áhuga á að auglýsa hjá okkur ?

© 2019 hundaheimar.is. Allur réttur áskilinn

bottom of page