Er þetta sætasti hundur í heimi?
- Hundaheimar
- Nov 30, 2019
- 1 min read
Með falleg hringlótt augu og fullkomið nef er auðvelt að ruglast á því hvort um sé að ræða hund eða bangsa. Hann er samt sem áður bangsi, nei ég meina hundur, sem er kominn með um 60.000 þúsund fylgjendur á Instagram.
Krúttlegi Oliver er átta mánaða gamall Spitzpoo hvolpur, blanda af þýskum Spitz Klein og Toy Poodle, sem er búsettur í Óslo Noregi.

Þessi litli hvolpur var ættleiddur af Steffen Finstad og Sofie Lun, bæði 23 ára, og hefur oft verið komið að þeim þar sem fólk hefur ruglast á hundinum Oliver fyrir leikfanga bangsa.
“ við vorum upphaflega að leita af cockapoo hundi en rákumst á hann Oliver og urðum strax ástfangin af honum” segir Steffen.

Oliver er allra veðra hundur og hefur gaman af því að hlaupa úti við í alls konar veðrum, hvort sem það er sól og blíða úti eða frost og snjór.
Í nýlegu myndbandi af Oliver, má sjá hann njóta sín með eigendum sínum, og sökum útlits hans er alveg einstaklega gaman að fylgjast með þessum litla fallega hundi.
Comments